Við bætum við sérstöku jóla take away miðvikudaginn 21. desember í hádeginu. Í boði verður kalkúnabringa með rjómalagaðri piparsósu,sætkartöflumús, fyllingu og hátíðarsulta (trönuberja-&appelsínusulta). Jólabland fylgir með. Pantanir verða að berast fyrir kl 10, mánudaginn 19. desember. Kjötsúpan verður á sínum stað á fimmtudeginum 22. desember sem er síðasta kjötsúpan...
Fréttir
Matlifun tekur þátt í Jóla pop up í Hofi 25.nóvember
Matlifun tekur þátt í Jóla pop up í Hofi laugardaginn 25.nóvember. Sérstök kynning á Chili con Carne verður til 14:00 eða á meðan birgðir endast. Í boði verða gómsætir sælkerapakkar á góðum kjörum eða frá 1.290kr. Í Hofi verða fleiri íslenskir framleiðendur með vörukynningar og sölu. Garún Bistro verður...
Matlifun tekur þátt í Matarbúri Krónunnar
Matlifun tekur þátt í Matarbúri Krónunnar en Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla. Matarbúrið er fullt af góðgæti frá smáframleiðendum um allt land. Matlifun hefur áður fengið að taka þátt í Matarbúri Krónunnar en þetta er kjörið tækifæri til að fá að komast í hillur Krónunnar og gefa...
Hátíðarvörurnar eru mættar í verslanir
Nú eru allar hátíðarvörur Matlifunar mættar í verslanir á norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða jólalínu með sex vörum. Þær eru allar grænkeravænar. Cumberlandsósa - tilvalin á villibráðina Sveppapaté - gott á smurbrauðið eða sem sósugrunnur Hátíðarsulta - jafngóð í eftirréttinn eins og á kexið Kryddaðar rauðrófur -...