Matlifun tekur þátt í Jóla pop up í Hofi 25.nóvember

Matlifun tekur þátt í Jóla pop up í Hofi laugardaginn 25.nóvember.

Sérstök kynning á Chili con Carne verður til 14:00 eða á meðan birgðir endast.

Í boði verða gómsætir sælkerapakkar á góðum kjörum eða frá 1.290kr. 

 

Í Hofi verða fleiri íslenskir framleiðendur með vörukynningar og sölu. 

  • Garún Bistro verður með alvöru kökuhlaðborð. Hnallþórur, smurbrauðstertur, pönnsur og allskonar kræsingar
  • Grenikransar og lifandi skreytingar frá Salvíu
  • Handvaldar gæðavörur frá EIK verzlun
  • Merkimiðar og kort frá Studio Vast
  • Stútfull Kista af jólakjólum, jólaskarti, jólagjöfum, jólakertastjökum og allskonar fíneríi.
Við hvetjum þig til að mæta í Hof um helgina.
Kökuhlaðborð á kaffihúsinu, lifandi tónlist í boði Tónlistarskóla Akureyrar, matarupplifun, jólakransar, fatnaður, skart og allskyns gæða- og hönnunarvörur fyrir jólapakkana ykkar.

Frekari upplýsingar um viðburðinn.