Matlifun tekur þátt í Matarbúri Krónunnar

Matlifun tekur þátt í Matarbúri Krónunnar en Matarbúrið er samstarfsverkefni Krónunnar og Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Matarbúrið er fullt af góðgæti frá smáframleiðendum um allt land.

Matlifun hefur áður fengið að taka þátt í Matarbúri Krónunnar en þetta er kjörið tækifæri til að fá að komast í hillur Krónunnar og gefa fleiri tækifæri á að smakka sælkeravörurnar.

Þær vörur sem eru í boði í Matarbúrinu eru Sveppapaté, Hátíðarsulta og gjafapakkning með krydduðum rauðrófum og Sveppapaté.

Við hvetjum ykkur til að kíkja á Matarbúrið í eftirfarandi Krónuverslunum og styðja við íslensk matvælafyrirtæki: Granda, Lindum, Flatahrauni, Mosfellsbæ og Selfoss

 

 

 

 

 

Lesa má frekari upplýsingar um Matarbúrið á heimasíðu Krónunnar