Við erum mætt í Me&Mu

Við kynnum með stolti nýja söluaðila fyrir vörur Matlifunar, Me&Mu. 

Me&Mu hefur að leiðarljósi að bjóða sælkeravörur þar sem hollusta og hreinleiki eru í hávegum höfð. Jafnt vörur frá smáframleiðendum og sælkerakokkum innan lands sem utan. Sælkeravörur sem eru upplifun í sjálfu sér beint úr héraði á diskinn þinn.

Me&Mu rekur sælkeraverslun á Garðartorgi, Garðabæ og Gróðurhúsinu, Hveragerði.

Við erum ánægð með þessa viðbót í þjónustu en á næstu vikum munu Me&Mu selja okkar nýjustu vörur og verður það kynnt sérstaklega.