Sveppatartalettur með trufflum, aspas og ætiþistlum.
Þessar eru mjög fljótlegar og þægilegar. Þessi uppskrift er tilvalin fyrir þig ef þú átt þennan gjafakassa og villt nýta hann.
Hægt væri að gera fyllinguna daginn áður og eiga hana í ískápnum til að flýta fyrir og stytta tímann sem þarf að eyða í eldhúsinu daginn sem á að snæða. Þessi uppskrift er í 10 stk af tartalettum í meðalstærð. Uppskriftin hentar vel fyrir grænkera. Hægt er að breyta uppskriftinni ef þú villt bæta við kjöti og bætt við steiktu beikoni og skipt út hafrarjómanum fyrir hefbundin rjóma.
1 krukka Sveppapaté frá Matlifun
250ml hafrarjómi 15%
120ml vatn
20g ólífuolía
30g hveiti
1 dós grænn aspas
200g þistilhjörtu (niðursoðin)
10 stk tartalettur
1 krukka sýrður rauðlaukur frá Matlifun
Salt&pipar
Hitið ofninn í 200°C með blæstri.
Setjið ólífuolíu og hveiti í pott og hrærið saman, hitið við vægan hita.
Þegar blandan er farin að krauma bætið þá við hafrarjóma, vatni og sveppapaté og hrærið saman. Leyfið blöndunni að þykkna.
Blandið þar næst saman aspas (sigtið safann frá) og þistilhjörtum. Smakkið til með salti og pipar.
Fyllið tartalettuformin með blöndunni og bakið í 200°C með blæstri í 12-15 mínútur.
Berið fram með sýrðum rauðlauk.
Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er og bæta við kryddum eins og þér þykja best til að setja þinn brag á réttinn.