Fljótlegar tortillur úr Chili con carne

Þessi er mjög fljótlegur og saðsamur. Uppskriftin kemur frá Tinnu Þorradóttur og lesa má uppskriftina í heild sinni hér

Innihald

  • 1 krukka Chili Con Carne frá Matlifun
  • 1 msk uppáhalds mexíkóska kryddið þitt
  • 3-4 tortillur
  • rjómaostur með svörtum pipar
  • rifinn ostur
  • kóríander má sleppa

Chili con carne fæst í öllum verslunum Hagkaupa.

 

Aðferð

  • Byrjið á því að hita ofninn – 220 gráður (undir og yfir hiti)
  • Setjið smá olíu á pönnu (sniðugt að nota pönnu sem má fara inn í ofn) og hellið innihaldinu úr krukkunni á pönnuna
  • Kryddið með mexíkósku kryddi
  • Smyrjið tortillurnar með rjómaosti með svörtum pipar, lokið þeim og skerið til helminga
  • Þegar blandan er orðin heit, hellið yfir í eldfast mót (ef þú ert að nota pönnu sem má fara inn í ofn er það óþarfi og notaðu pönnuna sem eldfast mót), raðið tortillunum ofaná og rifna ostinn yfir
  • Setjið inn í ofn í um 10-12 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur
  • Berið fram með hrísgrjónum og sýrðum rjóma – mjög gott að hafa kóríander líka!