Kjötbollur í tómatlagaðri sósu

Þessa uppskrift er auðvelt að stækka þegar maður hefur góðann tíma til að elda og setja afgang í frysti til að eiga til góða síðar.

Kjötbollur fyrir 4 manns

600g hakk (við notumst við B.jensen hakk)

Heill meðalstór laukur

50g döðlur

6 beikonstrimlar

Salt&pipar

2 egg

70g raspur

 

1 krukka pizzasósa frá Matlifun

2 hvítlauksgeirar

 

tillaga að meðlæti

Soðnar kartöflur

Kartöflumús

Hvít hrísgrjón

 

 

Hitið ofninn í 200°C með blæstri.

Byrjið á að skera beikonið, döðlurnar og laukinn (til að sleppa við að vera alltaf að þvo hendur á milli).

Blandið hakkinu, eggjunum, döðlunum, lauknum og beikoninu vel saman í stórri skál, hér er langbest að nota hendurnar.

Blandið síðar við brauðraspinum. Saltið og piprið vel. 

Myndið litlar þéttar kúlur, á stærð við golfkúlu.

Raðið kúlunum í eldfast mót og bakið í 15 mínútur.

 

Hitið sósuna í pönnu og bætið söxuðum hvítlauk samanvið.

Setjið bollurnar út í sósuna og hellið safanum frá bollunum líka út í sósuna.

Framreitt með soðnum kartöflum.