Lasagne bolognese með kotasælu

Þessi uppskrift dugar fyrir 4-5 manns, fer eftir hvaða meðlæti er haft með réttinum.

Undirbúningstíminn á þessu lasagne er eins stuttur og hann gerist.

Hægt er að gera réttinn tilbúinn fyrr um daginn og baka þegar nær dregur matmálstíma.

Ef svo ólíklega vill til að rétturinn klárast ekki þá er þetta tilvalið nesti í vinnu daginn eftir.

 

Innihaldsefni

2 krukkur Bolognese sósa frá Matlifun

1 stór dolla kotasæla

1 dl mjólk

14-16 lasagneplötur (u.þ.b. 1 pakki, fer eftir tegund)

1 dl Rifinn ostur

 

Aðferð

Hitaðu ofninn í 180°C með blæstri.

Maukaðu 3/4 af kotasælunni og mjólkinni saman með töfrasprota.

Dreifðu þunnu lagi af bolognese sósunni í eldfast mót, þar næst kotasælublöndunni.

Raðaðu næst lagi af lasagneplötum. Endurtaktu þar til hráefnið klárast. 

Smurðu restinni af kotasælunni yfir ásamt ostinum yfir áður en rétturinn fer í ofninn.

Hyljið formið með álpappír.

Bakaðu í 20 mínútur.

Taktu þá formið út og taktu álpappírinn af.

Bakaðu í 15-25 mínútur til viðbótar. (Ef að þér finnst sósan of þunn eða of fljótandi er hægt að baka réttinn lengur).