Pasta bolognese

Klassískt pasta bolognese

fyrir fjóra

Þessi réttur tekur í mesta lagi 15 mínútur, við mælum með því að nýta góða osta sem til eru og olíur jafnvel gott brauð til að gera meira úr máltíðinni.

Innihald

400g pasta að eigin vali
Parmesanostur 
Ólífuolía
Salt&pipar
Hitið Bolognesesósuna á pönnu við meðalháan hita. Sjóðið pastað. Þegar pastað er tilbúið, veiðið það uppúr og veltið uppúr sósunni. Kryddið eftir smekk.
Borið fram með parmesanosti og ólífuolíu.
Verði ykkur að góðu.
Pasta bolognese