Pasta pomodoro mozzarella e basilico

Þessi réttur er einn af uppáhaldsréttum okkar fjölskyldunnar, hann er fljótlegur og mjög bragðgóður. Hann er einnig léttur í maga og einstaklega fallegur á borði. Hægt er að skreyta hann með góðu pestói og basillaufum og bera fram með góðu brauði fyrir betri tilefnin.

 

Fyrir 4

Ferskur tómatpastaréttur sem tekur mjög snöggan tíma að elda. Pizzusósan okkar passar mjög vel í þennan rétt þar sem hún er er með sætum tómötum og er ekki með sterkum kryddum.

 

500-600g pasta

1 krukka Matlifun pizzusósa

4-5 tómatar

1 hvítlauksgeiri

1 mozzarellaostur

Basilika

 

Skerið tómatanna og hvítlaukinn gróft og steikið á pönnu og bætið við pizzusósunni. Kryddið eftir smekk.

Leyfið þessu að malla í 8-10 mínútur og bætið vatni við eftir þörfum.

Sjóðið pastað.

Maukið tómatana og hvítlaukinn saman og hrærið saman við soðna pastað. Raðið mozzarellaosti & basiliku ofan á áður en rétturinn er borinn fram.

Hægt er að nota gótt pestó í stað þess að nota basiliku (til dæmis frá Önnu Mörtu)

Hafið á borðinu góða ólífuolíu ásamt salti og pipar.