Pulled pork borgari

Pulled pork borgari fyrir 2

 

 

200-300g Pulled pork / rifið grísakjöt í BBQ 

2 sælkerahamborgarabrauð 

Sýrður rauðlaukur

1 bolli mæjones

1/3 meðalstórt hvítkál, skorið í ræmur

1-2 msk appelsínusafi

salt&pipar

Hitið grísakjötið við vægan hita í potti. 

Blandið mæjonesinu, hvítkálinu og appelsínusafanum saman í skál.

Ristið hamborgarabrauðið og berið fram með sýrðum rauðlauk.

Gott að bera fram með frönskum eða maís.