Rjómalagað tagliatelle með önd

Þessi uppskrift er fyrir tvo fullorðna. 

Við mælum með að nota ferska pastað okkar í þessa uppskrift en einnig má nota hvaða pastategund sem er.

 

1/3 laukur

1 msk olía

1 grænt epli

1 confit eldaður andaleggur

1 dl rjómi

300gr handgert tagliatelle frá Matlifun

1 tsk söxuð steinselja

Sítrónubörkur af 1/4 sítrónu

Salt & pipar eftir smekk

 

Byrjaðu á að saxa lauk og svitaðu í olíu á pönnu.

Skrældu þar næst eplin og saxaðu þau fínt.

Þegar laukurinn er orðinn glær, bættu eplunum útí og svitaðu þetta í 5 mín.

Hreinsaðu andalegginn og skerðu í smá bita, bættu þessu út í pönnuna.

 

Sjóddu pastað í vel söltuðu vatni næstum því til fullrar suðu.

Bættu þar næst pastanu á pönnuna

ásamt 1dl af pastavatni.

Bættu rjóma samanvið ásamt salti og pipar.

Bættu síðast samanvið steinselju og sítrónuberki.

Við mælum með að hafa salt og pipar á borðinu svo gestir geti kryddað eftir smekk.