Súrdeigspizza með sweet chilli risarækjum

Uppskrift fyrir 2

150g rækjur í sweet chilli
1/2 krukka pizzusósa frá Matlifun
70g klettasalat
1dl parmesanostur
Ristaðar furuhnetur eftir smekk
14” súrdegispizzubotn frá Matlifun
Ólífuolía
Salt og pipar

 

Hægt er að fá rækjurnar tilbúnar í sweet chilli, til dæmis í Fiskkompaní, ef gert frá grunni: settu rækjur í skál og helltu sweet chilli sósu yfir svo að hylji rækjurnar. Leyfðu þessu að bíða í klukkutíma.

Steiktu rækjurnar í olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur.

Smurðu pizzasósu á pizzabotninn og raðaðu rækjunum á pizzuna. Bakaðu í 12-14 mínútur á 210°C með blæstri.

Dreifðu klettasalati yfir pizzuna þegar hún er bökuð ásamt parmesanosti og furuhnetum.

Dreifðu olífuolíu yfir pizzuna og kryddaðu með salti og pipar.