Þessi uppskrift tekur einungis 15 mínútur. Tilvalið að nota með góðu pasta, bjóða góðum gestum í flottann pastarétt sem tekur ekki mikinn tíma í undirbúning en hægt er að gera meiri máltíð með því að bæta til dæmis við góðu brauði og drykk sem passar með.
Hægt er að gera máltíðina ennþá matarmeiri með því að elda kjúklingabringu, skera í bita og blanda samanvið pastað.
Þessa uppskrift er hægt er að gera grænkeravæna með því að nota jurtarjóma í stað rjóma og skipta parmesanosti út fyrir grænkeravænann ost.

Aðalatriðið í þessum rétt er sveppapaté sem fæst hjá okkar söluaðilum.
Fyrir 2
300g pasta
1 krukka Matlifun Sveppapaté
150ml rjómi/jurtarjómi
100ml vatn
Parmesanostur
Sjóðið pastað.
Blandið saman sveppapate, rjóma og vatni saman á pönnu og hitið við miðlungshita. Kryddið eftir smekk með salt og pipar.
Blandið soðna pastanu samanvið og látið pastað krauma í sósunni í 1-2 mín.
Berið fram með parmesanosti.
ATH* hægt er að gera réttinn grænkeravænann með því að nota jurtarjóma og skipta út parmesanosti fyrir grænkeravænann ost.
ATH* hægt er að gera réttinn grænkeravænann með því að nota jurtarjóma og skipta út parmesanosti fyrir grænkeravænann ost.

